Norðmenn áberandi á IceFish 2017

Norwegian Ambassador to Iceland, her Excellency Cecilie Landsverk, and Norwegian Pavilion exhibition director, Kjell Dehli, visit the Måløy stand at Icefish 2017 - the Norwegian pavilion has expanded by 50% to accommodate new companies wishing to expand into the Icelandic market. Norwegian Ambassador to Iceland, her Excellency Cecilie Landsverk, and Norwegian Pavilion exhibition director, Kjell Dehli, visit the Måløy stand at Icefish 2017 - the Norwegian pavilion has expanded by 50% to accommodate new companies wishing to expand into the Icelandic market

Íslenskar útgerðir hafa löngum verið mikilvægar norskum skipasmíðastöðvum og fyrirtækjum sem selja tæki og búnað fyrir sjávarútveginn, eins og sést vel á að um 20 norsk fyrirtæki sýna á IceFish í ár, á norska þjóðarbásnum.

Þjóðarbásinn, sem Scanexpo AS veitir forstöðu, inniheldur mörg af þekktustu norsku fyrirtækjunum sem veita sjávarútveginum þjónustu.

Þar á meðal eru:

  • Addcon Nordic AS – sem kynnir ásamt samstarfsfyrirtækinu GC Rieber Salt AS lausnir til að tryggja ferskleika fisks til bræðslu og aukaafurða.
  • Brödrene Fürst AS – sem sýnir ásamt samstarfsfyrirtækinu Riga Woods Sweden krossvið og veggklæðningar fyrir blautrými í fiskiskipum.
  • HydroScand AS – sem er stærsti framleiðandi af háþrýstislöngum og píputengjum á Norðurlöndunum.
  • Kvanne Industrier AS – sem kynnir KIAS-dyrakerfið fyrir blautrými og svæði sem krefjast hámarks hreinlætis.
  • Måløy Maritime Group – sem er klasi 17 fyrirtækja sem starfa öll í tengslum við sjávarútveginn í Måløy í Noregi. Þjónusta klasans er í boði allan sólarhringinn og býður upp á víðtæka þjónustu fyrir útgerðir á flestöllum sviðum.
  • NWP – sem býður upp á sérsaumaðar hettur og yfirbreiðslur, segldúka, aflúsunarbúnað fyrir fiskeldisstöðvar, vatnslaugar og poka til vatnsflutninga.
  • SMV Hydraulic – sem framleiðis vökvadælu-vindur og annan vökvadælu-búnað fyrir útgerðir og fiskeldisstöðvar.

Norski þjóðarskálinn er staðsettur á G60-G70.