Tersan útvegar brunnskip til Nordlaks

Síðar á þessu ári kemur systurskipið Harald Martin í kjölfarið á hinni nýja Bjørgu Pauline. Síðar á þessu ári kemur systurskipið Harald Martin í kjölfarið á hinni nýja Bjørgu Pauline.

Tersan skipasmíðastöðin í Tyrklandi hefur afhent norska eldisfyrirtækinu Nordlaks fyrstu tvö brunnskipin, hönnuð af NSK Ship Design. Þau geta flutt 10 þúsund tonn af laxi og verða notuð við eldisstöð Nordlaks.

Systurskipin Bjørg Pauline og Harald Martin eru 85 metra löng og 19 metra breið. Þau verða afhent í september og eru búin gasknúnum tvinnvélum af nýjustu gerð ásamt hátæknibúnaði til meðhöndlunar á fiski, þar á meðal lúsaböðunarkerfi.

Með því að nota gasknúnar vélar má reikna með því að útblástur koltvíoxiðs dragist saman um 30% í samanburði við hefðbundnar dísilknúnar vélar, auk þess sem útblástur köfnunarefnisoxíðs verður 90% minni.

Bæði Bjørg Pauline og Harald Martin eru með flutningsgetu upp á 4300 rúmmetra og verða notuð við Nordlaks-eldisstöðina Havfarm, með sérstakar tengingar við stöðina. Havfarm er 395 metra löng eldisstöð, útlítandi eins og skip og getur geymt 10.000 tonn af fiski í 47x47 metra kvíum.

Tersan skipasmíðastöðin tekur nú í ár í fyrsta sinn þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni.

„Við hlökkum til að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni í fyrsta sinn,” segir Sakir Erdogan, þróunarstjóri Tersan skipasmíðastöðvarinnar.

Tersan hefur á síðustu árum verið í fremstu röð meðal skipasmíðastöðva fyrir sjávarútveginn. Hún hefur útvegað eldisgeiranum sérhæfð skip og hefur einnig smíðað mörg línuskip fyrir norsk fyrirtæki og verksmiðjutogara fyrir viðskiptavinni í Rússlandi, Noregi, Kanada og víðar.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is