Egersund Ísland útvegar Laxar nýjan bát

Gunnar Gunnarsson frá Löxum og Benedikts Stefánsson frá Egersund Ísland handsala samninginn. Gunnar Gunnarsson frá Löxum og Benedikts Stefánsson frá Egersund Ísland handsala samninginn.

Nýr sex metra bátur mun brátt sigla um Reyðarfjörð, í þjónustu fiskeldisstöðvarinnar Laxar. Gunnar Steinn Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Löxum fiskeldi, og Benedikt Stefánsson, sölu-og innkaupastjóri hjá Egersund Ísland, handsöluðu samning um kaupin á IceFish í gær.

Egersund Ísland er hluti af AKVA Group, sem er þekkt fyrir að útvega útgerðum heildarlausnir fyrir togara og einnig fiskeldisstöðvum víða um heiminn. Bátar fyrirtækisins eru sterkbyggðir og hafa reynst endingargóðir.

Laxar  sleppi fyrstu seiðunum í Reyðafirði í vor og stefnir á að fara upp 6 þúsund tonna eldi 2018. Nýji báturinn fer strax í notkun þegar hann verður afhentur, en frá pöntun til afhendingar líða átta vikur, þannig að hann verður farinn að sigla um fjörðinn fyrir jól.