Brim fjárfestir og hlýtur verðlaun

Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, og Gísli Kristjánsson framleiðslustjóri, undirrita samning um hátækni pökkunarbúnað ásamt Óskari Óskarssyni, sölustjóra Marels, og Sigurði Ólasyni framkvæmdastjóra. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, og Gísli Kristjánsson framleiðslustjóri, undirrita samning um hátækni pökkunarbúnað ásamt Óskari Óskarssyni, sölustjóra Marels, og Sigurði Ólasyni framkvæmdastjóra.

Ásamt því að hreppa umhverfisverðlaun Samtaka atvinnulífsins hefur Brim einnig verið að fjárfesta í nýrri vinnslutækni og keypt tvö fyrirtæki í Hafnarfirði.

Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, Umhverfisverðlaun atvinnulífsins.

„ Þá hefur Brim sett sér markmið og mælikvarða til að mæla árangur, draga úr sóun og auka verðmæti. Brim hefur dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, fjárfest í nýrri tækni og skipum sem hefur skilað miklu,“ segir í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

“Við sjáum að áhersla á umhverfismál og sjálfbærni skilar sér í aukinni arðsemi og miklum ábata fyrir samfélagið í heild,“ segir Guðmundur Kristjánsson. „Umhvefisverðlaunin eru hvatning til að gera enn betur.“

Fyrirtækið hefur einnig greint frá tímamótasamningi við Marel um kaup á háþróuðu pökkunarkerfi með tíu róbótahausum í fiskvinnslu Brims við Norðurgarð.

Búnaðurinn straumlínulagar allt p0kkunarferlið og felur í sér þrjár FlexiCut vatnsskurðarvélar ásamt forsnyrtilínum og sjálfvirkri afurðadreifingu. Brim verður einnig fyrsta fiskvinnslan sem innleiðir nýjasta SensorX beinaleitarkerfið frá Marel fyrir ferskar afurðir.

„Við í Brim erum spennt og hlökkum til að taka þátt í að búa til hátækni bolfiskvinnslu,” segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims.

Brim hefur einnig gert samninga um að kaupa hafnfirska fyrirtækið Grábrók ásamt línubátnum Steinunni HF 108, og ennfremur veiði- og vinnslufyrirtækið Kamb sem gerir út Kristján HF 100, einn af nýjustu og fullkomnustu línubátum flotans.

Kaupunum fylgja 2850 tonn af kvóta, mest í þorski, og í Hafnarfirði mun hátæknivinnsla Kambs verða starfrækt áfram sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Brims.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is