Trackwell

Trackwell hf. hefur frá stofnun árið 1996, sérhæft sig í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á lausnir tengdar fjarskiptum og staðsetningatækni. Hafsýn byggir á skráningum frá rafrænni afladagbók um borð. Kerfið heldur utan um skráningar á afla og afurðum og miðlar til útgerðar. Nokkrar útgerðir hafa tekið kerfið í fulla notkun og það hentar jafnt fyrir ísfiskskip, uppsjávarskip og vinnsluskip. Kerfið nýtist útgerðum á margvíslegan máta og þar má nefna: Aukin skilvirkni og fækkun tvískráninga, greinargott yfirlit um veiðar og vinnslu  og auðveldar skipulag á vinnslu í landi.