200 MÍLUR

Árvakur hf er fjölmiðlafyrirtæki sem meðal annars gefur út Morgunblaðið og rekur vefmiðilinn mbl.is ásamt nokkrum undirvefjum. Þar á meðal er 200 mílur sem er helgaður sjávarútveg og öllu sem honum tengist, bæði sem atvinnurekstri og mannlega þætti þess. Vefurinn 200 mílur var stofnaður fyrir ári og hefur fengið einstaklega góðar viðtökur sem hefur gefið okkur byr í seglin til að gera enn betur á komandi árum.

Ásamt því að halda úti vefnum 200 mílum þá gefur Árvakur út sérblöð sem bera sama heiti og eru tileinkuð sjávarútvegnum enda ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og því leggjum við mikinn metnað í að gera honum góð skil.