Lankhorst Euronete Portugal

Við sýnum líka LANKOFORCE®, gert úr DYNEEMA® SK75, með tryggingu um að starfið verður vandræðalaust, jafnvel við verstu skilyrði. Það eru einnig forréttindi að geta fullkomnað veiðibúnaðinn með hinum afburðagóðu EUROPACT® köðlum úr galvaníseruðu stáli. Hér hefur aðeins verið tæpt á fáeinum vörutegundum sem við bjóðum úr flokkum neta, kaðla og vélbúnaðar. Euronete verður áfram rétti samstarfsaðilinn sem uppfyllir alhliða kröfur þínar um gæðabúnað af öllu tagi. Tor-Net framleiðir sína eigin hönnun sexhyrndra og demantslaga möskva í net fyrir uppsjávarveiðar í mörgum stærðum, allt frá litlum fiskiskipum með takmarkað afl til sumra stærstu verksmiðjutogara heims sem fiska á fjarlægum hafsvæðum um langa hríð.