EFLA

EFLA hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg um áratugaskeið og veitir mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum sérhæfðar lausnir. Við höfum átt aðkomu að fjölmörgum verkefnum í sjávarútvegi tengdum fiskimjöls- og lýsisiðnaði, uppsjávarvinnslu og fiskeldi. Einnig sinnum við alhliða verkfræðiþjónustu, stjórn- og eftirlitskerfum, véla- og vinnslukerfum, byggingahönnun, hreinsikerfum, umhverfismálum, orkunýtingu, landtengingum skipa, hljóðvist, brunaráðgjöf og öryggismálum.

Verkefni EFLU í sjávarútvegi hafa verið stór sem smá og staðsett um land allt. EFLA sá um byggingarhönnun fyrir nýtt uppsjávarfrystihús Eskju og hefur veitt heildarþjónustu á sviði rafmagnshönnunar og iðnaðarstýringar fyrir Síldarvinnsluna. Mikil áhersla er lögð á að veita nærþjónustu í hverju verkefni og starfrækir EFLA öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni.