Danish Fish Tech Group/Danish Export Association

Danish Fish Tech Group er hluti Danish Export Association. Þar er um að ræða öflugt samstarfsnet danskra birgja fyrir alþjóðlegan sjávarútveg, fiskeldi og vinnslu fisks og annars sjávarfangs. Danish Fish Tech Group veitir þér aðgengi að þjónustu rúmlega 90 danskra birgja búnaðar, lausna, tækni, þekkingar og ráðgjafar. Danish Fish Tech Group skipuleggur sýningarbás Danmerkur á Íslensku sjávarútvegssýningunni en þar kynna dönsk fyrirtæki útgerðum sérfræðiþekkingu sína og hágæða búnað, lausnir og tækni.

Dönsku birgjarnir hafa langa reynslu af þessari þjónustu og hafa því aflað sér gríðarmikillar sérfræðikunnáttu og -þekkingar á þörfum sjávarútvegs. Sú reynsla birtist í sjálfbærum, endingargóðum og hagkvæmum lausnum á sérstökum þörfum útgerðarfyrirtækja. Þegar þú notfærir þér einhvern dönsku birgjanna nýtur þú hágæðaþjónustu og færð aðgang að hágæðavörum og lausnum.