Top News

Sérsniðið frá Lavango

Lavango tekur þátt í sjávarútvegssýningunni IceFish 2020. Þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækið tekur þátt í sýningunni, en nafn þess hefur nokkrum sinnum ... Read more

Færeyskur búnaður fyrir veiðar og eldi

Færeyska veiðarfæragerðin Vónin hefur lengi verið þátttakandi á IceFish og fyrirtækið er vel þekkt á Íslandi, bæði með veiðarfæri og eldisbúnað.

Celiktrans snýr aftur á IceFish árið 2020

Skipasmíðastöðin Celiktrans tekur aftur þátt í IceFish 2020, og er það í þriðja skiptið sem hún mætir. Þróunarstjórinn Volkan Urun þekkir orðið vel til Ísl... Read more

Who We Are

Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin dagana 23. - 25. september 2020 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi.

Þetta er sýningin sem öll sjávarútvegsfyrirtæki og þeir sem stunda tengd viðskipti verða að sækja því á IceFish má sjá alla það nýjasta í iðngreininni. Þar er lögð áhersla á nýjar og framsæknar vörur og þjónustu, allt frá hönnun og smíði skipa til staðsetningar og veiða, vinnslu og pökkunar, markaðssetningar og dreifingar fullunninna afurða.

Um 500 fyrirtæki, vörur og vörumerki verða í brennidepli þessa þrjá daga hjá sýnendum frá 22 löndum, þar með talin Danmörk, Noregur og Færeyjar.

Nýir sýnendur koma víða að, t.d. frá Spáni, Tyrklandi, Þýskalandi, Perú og Singapúr og sýnendur IceFish kynna allt frá skipasmíðum og netagerð til vélbúnaðar á þilfari en margir þeirra njóta mikillar virðingar um heim allan og hafa staðið sig afbragðs vel í þjónustu við íslenskan sjávarútveg.

8th íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða einnig afhent og haldin verður sem hluti af sýningunni Önnur ráðstefna IceFish.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent að kvöldi fyrsta sýningardags þann 23. september í Gerðarsafni í Kópavogi. Aðgangur er bundinn við handhafa boðsbréfs.

Þann 24. september verður haldin ráðstefnan „Fiskúrgangur skilar hagnaði” en á því sviði eru Íslendingar í fararbroddi á heimsvísu. Íslenskir brautryðjendur á sviði nýtingar aukaafurða halda fyrirlestra um málefnið en á ráðstefnunni verður einnig fjallað um virðispíramída fiskúrgangs og áhersla lögð á fjölbreytta framsækna notkunarmöguleika sem gera vinnslu aukaafurða arðbæra.

REad more

Fiskifrettir

Social Media

tweets @IcefishE

YouTube