Top News

Afburðamenn í íslenskum sjávarútvegi heiðraðir

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt í Gerðarsafni í kvöld að viðstöddum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ármann... Read more

Makríllinn malar gull

Makríll hefur mokveiðst í alþjóðlegri veiðilögsögu á milli Íslands og Noregs, sem nefnt hefur verið Síldarsmugan, og mörg íslensk skip notið góðs afla þar ... Read more

Einstakt ferðalag í boði Marels á IceFish 2017

Þeir gestir Íslensku sjávarútvegssýningarinnar sem hafa viðdvöl í sýningarbás Marels í dag og á morgun geta „gengið“ í gegnum tölvugerða eftirmynd af nútím... Read more

Who We Are

Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin dagana 13. -15. september 2017 í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi.

Þetta er sýningin sem öll sjávarútvegsfyrirtæki og þeir sem stunda tengd viðskipti verða að sækja því á IceFish má sjá alla það nýjasta í iðngreininni. Þar er lögð áhersla á nýjar og framsæknar vörur og þjónustu, allt frá hönnun og smíði skipa til staðsetningar og veiða, vinnslu og pökkunar, markaðssetningar og dreifingar fullunninna afurða.

Um 500 fyrirtæki, vörur og vörumerki verða í brennidepli þessa þrjá daga hjá sýnendum frá 22 löndum, þar með talin Danmörk, Noregur og Færeyjar.

Nýir sýnendur koma víða að, t.d. frá Spáni, Tyrklandi, Þýskalandi, Perú og Singapúr og sýnendur IceFish kynna allt frá skipasmíðum og netagerð til vélbúnaðar á þilfari en margir þeirra njóta mikillar virðingar um heim allan og hafa staðið sig afbragðs vel í þjónustu við íslenskan sjávarútveg.

Sjöundu íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða einnig afhent og haldin verður sem hluti af sýningunni Önnur ráðstefna IceFish.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent að kvöldi fyrsta sýningardags þann 13. september í Gerðarsafni í Kópavogi. Aðgangur er bundinn við handhafa boðsbréfs.

Þann 14. september verður haldin ráðstefnan „Fiskúrgangur skilar hagnaði” en á því sviði eru Íslendingar í fararbroddi á heimsvísu. Íslenskir brautryðjendur á sviði nýtingar aukaafurða halda fyrirlestra um málefnið en á ráðstefnunni verður einnig fjallað um virðispíramída fiskúrgangs og áhersla lögð á fjölbreytta framsækna notkunarmöguleika sem gera vinnslu aukaafurða arðbæra.

Forskráðu þig í dag

Sýningin er opin:

Miðvikudag: 10:00-18:00

Fimmtudag: 10:00-18:00

Föstudag: 10:00-17:00

REad more

Featured News

Social Media

tweets @icefishevent

YouTube