Gestgjafar setningarathafnar

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í sjöunda sinn að kvöldi setningardags sýningarinnar.
Sjávarútvegsráðuneytið og Kópavogsbær hafa verið sameiginlegir gestgjafar á móttökunni að kvöldi setningardags þar sem Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða einnig afhent við hátíðlega athöfn.

Móttakan veitir sýningargestum einstakt tækifæri til að mynda tengsl við 300 háttsetta íslenska og erlenda boðsgesti ráðstefnunnar.

Móttakan hefst strax og fyrsta sýningardegi lýkur þannig að gestir hafa einnig tækifæri til þess að gera ráðstafanir vegna kvöldverðar seinna þetta kvöld.

Sími: +354 567 6004
info@icefish.is