Íslensku sjávarútvegsverðlaunin

Icelandic Fisheries Awards - Winners 2014

Icelandic Fisheries Awards - Winners 2014

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í sjötta sinn á opnunarkvöldi Sjávarútvegssýningarinnar.

Athöfnin verður strax eftir að sýningunni verður lokað á fyrsta degi en hún er í formi hanastélsveislu þar sem allir fá gott tækifæri til þess að sýna sig og sjá aðra og mynda tengsl. Athöfnin tengist nú orðið sterkum böndum við staðinn, hið glæsilega Gerðarsafn sem er aðeins spölkorn frá sýningarstaðnum.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1999 til þess að heiðra afburði og vekja athygli á því besta á sviði fiskveiða, bæði á Íslandi og alþjóðlega, og virðing þeirra eykst stöðugt. Það er litið á það sem mikið hrós að hljóta Íslensku sjávarútvegsverðlaunin svo keppnin er hörð um þessa eftirsóttu nafnbót til kynningar á fyrirtækjum og framleiðslu! Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum en lista yfir þá má finna á vefsetri okkar, www.icefish.is.

Sýningarverðlaun
Besta nýjungin á sýningunni
Besti sýningarbásinn, að 50 fm2
Besti sýningarbásinn, yfir 50 fm2
Besti lands-, svæðis- eða hópbásinn

Starfsgreinarverðlaun
Framúrskarandi íslenskur skipstjóri
Framúrskarandi íslensk útgerð
Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla
Framúrskarandi framlag til íslensks
sjávarútvegs

Alþjóðleg verðlaun
Framúrskarandi veiðiárangur – stórfyrirtæki
með fleiri en 50 starfsmenn
Framúrskarandi veiðiárangur – fyrirtæki
með allt að 50 starfsmenn
Verðmætasköpun í fiskvinnslu - stórfyrirtæki
með fleiri en 50 starfsmenn
Verðmætasköpun í fiskvinnslu – fyrirtæki
með allt að 50 starfsmenn
Nýskapandi vara sem styrkir íslenskan
sjávarútveg
Skipasmíðastöð/hönnuður/útgerðarmaður

Framúrskarandi birgir verður valinn úr hópi verðlaunahafa ofangreindra alþjóðlegra verðlauna

Enn eru í boði nokkur hinna eftirsóttu tækifæra til kostunar sem gefa sýnendum úrvals möguleika á að kynna merki sitt, bæði fyrir sýninguna og þetta kvöld. Ef þú hefur áhuga á að skrá fyrirtæki þitt þar, skaltu annað hvort biðja um skráningareyðublað á vefsetri okkar eða hafa samband við Isabelle Ingram eða Marianne Rasmussen-Coulling til þess að afla þér nánari upplýsinga um þá kostunarpakka sem í boði eru.

Sími: +354 896 2277
icefish@icefish.is