Mæting

Icefish 2008

Icefish 2008

Hvers vegna að heimsækja sýninguna?

Íslenska sjávarútvegssýningin var fyrst haldin árið 1984 og er hún nú orðin ein helsta sjávarútvegssýning heims. Sýningin er aðeins haldin á þriggja ára fresti og árið 2014 var sýningarsvæðið alls rúmir 13.000 m2, bæði innan húss og utan. Nær 500 fyrirtæki sýndu allt það nýjasta á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu, allt frá hönnun og smíði fiskiskipa, fiskileit og veiðum til vinnslu og umbúða, markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru. Á sýningunni árið 2014 var því fagnað að 30 ár voru liðin frá fyrstu sjávarútvegssýningunni og allir sýningarbásar seldust.

Sjávarútvegssýningin 2017 verður sú 12. í röðinni og er haldin í kjölfar sýningar þar sem gestum fjölgaði um 12% en þeir urðu alls 15.219.

Hver sá sem vill afla sér upplýsinga um nýjustu tækni, búnað og þróun á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu verður að sækja Íslensku sjávarútvegssýninguna. Nánari upplýsingar um íslenskan sjávarútveg og fiskvinnslu má fá með því að smella hér.

Tel: +44 1329 825335
info@icefish.is