Sýnandi

Hvers vegna að sýna?

Það er óhætt að segja að Ísland hafi fengið sinn skammt af hnattrænu lausafjárþurrðinni og því gætu menn velt því fyrir sér hvað landið hefur að bjóða fyrirtækjum sem vilja sýna afurðir sínar. Svarið er einfalt: Ísland hefur upp á fjölmargt að bjóða! Fiskur er auðvitað í brennidepli á ný og undanfarin þrjú ár hefur útflutningsverðmæti fisks og sjávarútvegstengdra afurða aukist um 99 milljarða króna. Það er nú alls 209 milljarðar króna eða 42% af heildarútflutningi landsins.

Á Íslandi eru þar að auki skráð alls 1582 fiskiskip sem landa 1.125 milljónum tonna af fiski árlega og það segir meira en mörg orð um þessa 300.000 manna þjóð! Íslenski fiskveiðiflotinn nýtir sér allt það besta í nútímatækni. Skipstjórar og eigendur uppfæra og endurnýja skip sín reglubundið og Íslenska sjávarútvegssýningin veitir sýnendum úrvals tækifæri til þess að hittast og rökræða nýjustu kröfur.

Sýningin nær til allar hliða atvinnufiskveiða, allt frá fiskileit og veiðum, vinnslu og pökkun til markaðssetningar og dreifingar á fullunnum vörum.

Ef þú ætlar þér hlutdeild í íslenskum sjávarútvegi er hér að finna góðar og gildar röksemdir fyrir því hvers vegna nauðsynlegt er að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni þriðja hvert ár:

  • Íslenska sjávarútvegssýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur verið á þriggja ára fresti síðan
  • Þriggja ára millibilið byggist á kröfum sýnenda, það tryggir að sýningarfyrirtækin geta alltaf sýnt nýja og spennandi framleiðslu og gestirnir vilja eyða peningum á sýningunni
  • Síðast sýndu hvorki meira né minna en 500 fyrirtæki frá 52 löndum, þar með taldir sex þjóðarhópar
  • Alls sóttu sýninguna 15.219 gestir frá 50 löndum
  • 42% af heildarútflutningi Íslendinga er fiskur eða sjávarútvegstengdar vörur
  • Ísland er ekki í ESB núna og það gæti þýtt að þetta sé síðasta sjávarútvegssýningin þar sem Íslendingar annast sjálfir að fullu og öllu leyti kvóta sína og sjálfbærar fiskveiðar
  • 1582 skráð fiskiskip landa alls 1.125 milljónum tonna árlega og því er þessi 300.000 manna þjóð í 16. sæti á lista FAO yfir helstu fiskveiðiþjóðir heims
  • Öflug markaðsherferð á Íslandi tryggir að allir hagsmunaaðilar í landinu koma á sýninguna
  • Komið verður á tengslum erlendra sendinefnda við skipuleggjendur og helstu íslensku stofnanir
  • Íslenska sjávarútvegssýningin er stærsta einstaka markaðs- og viðskiptasýning landsins og nýtur fulls stuðnings allra helstu samtaka þess

Bráðum verður hægt að nálgast handbók sýnenda, upplýsingar um verð á sýningarbásum og hvernig bóka skuli þá fyrir árið 2017. Fáðu sendar jafnóðum nýjustu upplýsingar og tilkynningar með því að skrá þig fyrir rafrænu fréttabréfi (eNewsletter) hérna.

Tel: +44 1329 825335
info@icefish.is