HAMPIDJAN

Hampidjan

Hampidjan er leiðandi í heiminum í framleiðslu og þjónustu á hágæða veiðarfærum fyrir togara og nótaskip. Innan samstæðu Hampiðjunnar eru 12 fyrirtæki með samtals 35 starfsstöðvar víða um heim allt

Vörumerki Hampiðjunnar eru vel þekkt í fiskveiðum á alþjóðavísu. Gloríu, Swan Net Gundry og Cosmos Trawl þanflottroll eru afkastamikil veiðarfæri sem eru vel þekkt meðal fiskimanna um allan heim. DynIce Togtaugar og DynIce Data höfuðlinukapall eru vörur í mikilli sókn vegna einstakra eiginleika sem þær hafa til að bera, hátt sliþol, léttleiki og frábær hönnun. Dynet, Advant, Magnet og Utzon trollnet eru framleitt í ýmsum útfærslum, fyrir botn- og flottrollsveiðarfæri.

Stöðug vöruþróun er aðalsmerki Hampiðjunnar og meðal nýjunga sem verða sýndar á sýningunni er Advant sem er stíft og grannt Dyneema® trollnet með litlu togviðnámi. Advant netagarnið er framleitt úr Dyneema® þráðum og dregur nafn sitt af enska lýsingarorðinu „advantage“ sem þýðir á íslensku forskot.  Hefðbundin Dyneema trollnet á markaði í dag mýkjast fljótt við stöðuga notkun og verða við það erfiðari í vinnslu og viðgerðum á trolldekki. Advant er hannað sérstaklega með það í huga að hámarka stífleika þess og nuddþol í notkun og verðið er mun hagstæðra en í Dyneema neti.

Starfslið Hampiðjunnar mun af áhuga taka á móti núverandi og verðandi viðskiptavinum og ræða við þá um það helsta sem er á döfinni í veiðarfærum og veiðarfæratækni.

Company Name:
HAMPIDJAN
Address:
Skarfagardar 4
City:
Reykjavik
Postcode:
104
Country:
Iceland
Phone:
+354 530 3300
Email:
haraldur@hampidjan.is
Web:
www.hampidjan.is