World Seafood Congress 2017

World Seafood Congress 2017 (WSC) fer fram á Íslandi í september og er þetta í fyrsta sinn sem viðburðurinn fer fram á Norðurlöndum, en World Seafood Congress á rætur sínar að rekja til matvæla- og landbúnaðarstofnunar sameinuðu þjóðanna (FAO) og verður næst haldin 2018 í Víetnam.

WSC er einn stærsti viðræðuvettvangur í heimi á sviði verðmætasköpunar í sjávarútvegi og matvælaöryggis, og dregur að borðinu fólk úr öllum hlutum virðiskeðju sjávarfangs. Á ráðstefnuna koma starfsmenn útgerða og fiskvinnsla, fjárfestar og fólk úr stofnana- og menntaumhverfinu víða um heim, ekki síst frá þróunarlöndum.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu WSC, www.wsc2017.com.