Fiskúrgangur skilar hagnaði

Íslensk stjórnvöld, íslenskur sjávarútvegur og Matís hvetja, í nánu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtæki landsins, til nýsköpunar og hámörkunar á afrakstri, einkum með fullnýtingu alls hráefnis í huga.

Á ráðstefnunni var fjallað um það hvernig hægt sé að ná hámarks arði með því að bæta nýtingu á öllu sjávarfangi. Tungumál ráðstefnunnar var enska og hana sóttu þeir sem vildu hámarka arð af fjárfestingum í sjávarfangi.

Nánari upplýsingar um ráðstefnur framtíðarinnar má fá hjá sýningarstjórninni í síma +44 1329 825335 eða í netfanginu info@icefish.is .