Íslenska sjávarútvegssýningin verður formlega opnuð þann 13. september 2017.

Öll samtök í sjávarútvegi og tengd fyrirtæki sjá sér mikinn hag í þátttöku en sýningin er haldin á þriggja ára fresti að beiðni sýnenda. Þannig er tryggt að þeir hafi eitthvað nýtt að sýna á hverri einustu sýningu og sýningin hefur þar af leiðandi eflst að vexti og viðgangi allt frá upphafi árið 1984.

Aðsókn óx um 12% miðað við sýninguna 2011 og alls sóttu hana 15.219 gestir síðast, þar með taldir hópar frá Austurlöndum fjær, Norður- og Suður-Ameríku og Afríku.

Mikla velgengni sýningarinnar má rekja beint til umfangsmikillar markaðssetningar, bæði heima og erlendis, auk kynningar á félagsmiðlum undir forystu systurtímaritsins World Fishing & Aquaculture Magazine.

Sýning ársins 2017 verður haldin frá miðvikudegi til föstudags en um það var beðið í svörum við könnun hjá sýnendum og á fundi með ráðgjafanefnd sýningarinnar.

Auk sýningarinnar sjálfrar verða Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt í sjöunda sinn ásamt því að haldin verður önnur Icefish-ráðstefnan. Þar verður þemað „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ en Íslendingar eru í fremstu röð á því sviði.